Um okkur

 

SegVeyjar er fyrsta Segway hjólaleigan á Íslandi, stofnuð í Vestmannaeyjum í maí 2010. Segway hjól eru rafdrifin hjól sem maður stendur upp á og stjórnar með hreyfingum líkamans – fram, aftur og til hliðanna. Hjólin eru umhverfisvæn og mjög hljóðlát, enda rafdrifin. Mikil upplifun er að stíga á Segway hjól og ná stjórn á því, sem gerist á mjög stuttum tíma, ólíkt því sem fólk almennt heldur. Þá kemur Segwayabrosið :)
 
Aðalstafsemi SegVeyja verður í Vestmannaeyjum, þar sem verður boðið upp á bæði einstaklingsleigu og útsýnisferðir um Heimaey. Í sumar verðum við þó einnig á ferð og flug um landið og munum heimsækja margar stórar bæjarhátíðir og kynna þetta óvenjulega og spennandi farartæki. 
 
SegVeyjar er fjölskyldufyrirtæki í eigu Guðrúnar Mary Ólafsdóttur og Bjarna Ólafs Guðmundssonar.